|
Sólin skín og fuglarnir syngja...reyndar eru engir fuglar til að syngja ennþá, þannig að sólin skín bara. Það hefur myndast skemmtilegt andrúmsloft austan við skólann, fyrir utan Norðurkjallara. Ég sat í stærðfræði í síðasta tíma í dag og hlustaði á hlátrasköll og tónlist fyrir utan. Ég gægðist stundum út um gluggann á milli gardínanna og sá heiðan himin. Já, það er hart að vera í stærðfræði og ég fann hvernig gleðihormónin flæddu um líkamann en fengu enga útrás. Þess vegna tók ég það út á henni Karólínu þegar tíminn var búinnog við gengum út í góða veðrið. Já, en núna erum við bráðum að fara á dansæfingu vegna dimmisjónar, þannig að við hittumst bara heil og sæl og verum glöð! :)
skrifað af Runa Vala
kl: 15:49
|
|
|